JYSELECA 100 mg filmuhúðaðar töflur
JJYSELECA 200 mg filmuhúðaðar töflur
filgotinib
▼ Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kaflanum „Hugsanlegar aukaverkanir“ í fylgiseðlinum eru upplýsingar um hvernig á að tilkynna aukaverkanir.
Lesið allt efni vefsíðunnar vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Þar er að finna mikilvægar upplýsingar.
- Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
- Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
- Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á hér á þessum vefsíðum.